Innlent

Bæta við löggæslumyndavélum sem greina númeraplötur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fulltrúar lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu í morgun og tekin var ákvörðun, í ljósi liðinna atburða, að fjölga löggæslumyndavélum úr sautján í þrjátíu og fjölga um leið vélum sem greina númeraplötur á bílum. Með þessu eru þeir að stækka gæslusvæðið og auka þar með eftirlit.  Þetta kom fram í viðtali við Þórhall Ólafsson, framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í Reykjavík síðdegis.

Vélarnar sem bætast við eru ekki nýjar vélar heldur vélar sem séu í þeirra eigu. Þórhallur segir þetta vera fínar vélar sem virki vel og standist allar kröfur

„Við eigum 30 vélar og þær verða að hluta til endurnýjaðar og þeim breytt,“ segir Þórhallur og nefnir að hann finni fyrir breyttu viðmóti gagnvart löggæslumyndavélum eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmri viku síðan. Því skipti máli að fjölga myndavélunum.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×