Innlent

Bæta öryggi fyrir fórnarlömb mansals

Linda Blöndal skrifar
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra athvarfsins.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra athvarfsins. mynd/velferðaráðuneytið
Vernda á konur betur sem sætt hafa mansali eða grunur leikur á um að séu fórnarlömb mansals.

Samningur var gerður í dag sem tryggir að konurnar fái örugga neyðarvistun í Kvennaathvarfinu.  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra athvarfsins, undirrituðu í dag samninginn.

Með þessu mun lögregla, félagsþjónusta og samstarfsaðilar geta boðið konunum skjól á meðan unnið er að rannsókn þeirra mála og sérfræðingar munu geta veitt ráðgjöf og stuðning.

Einnig á að tryggja konunum viðeigandi aðstoð, öryggi og vernd eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur. Samningurinn er til tveggja ára og og mun velferðarráðuneytið greiða athvarfinu tvær milljónir króna til að mæta auknum öryggiskröfum og vegna þjálfunar starfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×