Innlent

Bærinn greinir hagsmuni sína af álverinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nefnt hefur verið að Straumsvíkur­álverinu verði lokað.
Nefnt hefur verið að Straumsvíkur­álverinu verði lokað. Fréttablaðið/GVA
Taka á saman heildstætt yfirlit yfir alla hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar af rekstri og staðsetningu álversins í Straumsvík. Þetta var ákveðið í bæjarráði Hafnarfjarðar á fimmtudag.

„Reynt verði að kortleggja bæði bein og óbein áhrif af rekstrinum. Jafnframt verði tekin saman ákvæði um réttindi og skyldur sem gilda um starfsemina,“ segir í samþykkt bæjarráðs. Ál hefur verið framleitt í bræðslu Rio Tinto Alcan í Hafnarfirði frá árinu 1969.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×