FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER NÝJAST 13:00

Wenger: Mjög slćmar fréttir

SPORT

Bćndur samţykkja búvörusamninga

 
Innlent
20:25 29. MARS 2016
Kúabćndur og sauđfjárbćndur hafa samţykkt nýja búvörusamninga.
Kúabćndur og sauđfjárbćndur hafa samţykkt nýja búvörusamninga. VÍSIR/STEFÁN

Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga sem skrifað var undir 19. febrúar.

Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4 prósent kjósenda samþykktu samninginn. 37,3 prósent höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3 prósent atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8 prósent.

Atkvæði féllu þannig um nautgripasamning að 74,7 prósent kjósenda samþykktu samninginn. 23,7 prósent höfnuðu samningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6 prósent atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8 prósent

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar. Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.

Tekist hefur verið á um samninginn undanfarnar vikur. Forsætisráðherra segir að með nýjum búvörusamningum sé verið að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt búvörusamninginn segja hann glórulausan fjáraustur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Bćndur samţykkja búvörusamninga
Fara efst