Fótbolti

Bæjarar sextán árum á undan áætlun að borga upp Allianz Arena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karl-Heinz Rummenigge á Allianz.
Karl-Heinz Rummenigge á Allianz. Vísir/Getty
Þýska stórliðið Bayern München á nú leikvanginn sinn Allianz Arena skuldlaust en þetta tilkynnti stjórnarformaðurinn Karl-Heinz Rummenigge í viðtali í tímariti Bayern.

„Við erum búnir að borga upp leikvanginn. Við tókum 346 milljóna evra lán árið 2005 og ætluðum að borga það upp á 25 árum eða fram til ársins 2030. Okkur tókst hinsvegar að borga upp leikvanginn á aðeins níu og hálfu ári," sagði Karl-Heinz Rummenigge.

Rekstur Bayern München gengur afar vel og Karl-Heinz Rummenigge mun stoltur leggja fram ársreikninginn á ársfundi Bayern 28. nóvember næstkomandi þar sem Bayern mun væntanlega sýna fram á methagnað.

Allianz Arena opnaði 21. október 2002 og tekur 75.024 þúsund manns á deildarleikjum og 69.344 manns á alþjóðalegum leikjum. Leikvangurinn er sá þriðji stærsti í Þýskalandi á eftir heimavelli Dortmund og Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Bayern München og TSV 1860 München áttu leikvanginn saman til að byrja með en Bayern keypti síðan upp hluta TSV 1860 München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×