Fótbolti

Bæjarar hella úr saltbauk í sár Arsenal | Forsíður ensku blaðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjóðverjinn Mesut Ozil í liði Arsenal eftir eittaf  fimm mörkum Bayern í gær.
Þjóðverjinn Mesut Ozil í liði Arsenal eftir eittaf fimm mörkum Bayern í gær. Vísir/AP
Bayern München er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að einn séu 90 mínútur eftir af viðureign þeirra og Arsenal í sextán liða úrslitunum.

Ástæðan er 5-1 stórsigur Bayern München á Arsenal þar sem Bæjarar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfeiknum þar af þrjú þeirra á tíu mínútna kafla.

Arsene Wenger og lærisveinar hans fá svo sannarlega að heyra það í enskum fjölmiðlum eftir þetta vandræðalega tap og eru í raun að verða aðhlátursefni vegna þess að liðið lendir ár eftir ár í því sama í Meistaradeildinni.

Það sem svíður kannski mest er saltbaukurinn sem Bæjarar settu í sárið með því að stríða Arsenal-mönnum inn á Twitter-síðu sinni.

Þetta var nefnilega annað árið í röð sem Bayern vinnur 5-1 sigur á Arsenal í Meistaradeildinni. Það þarf kannski því ekki að´koma á óvart að Bæjarar spyrji á Twitter: „Að sama tíma að ári?“







Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar af forsíðum ensku blaðanna í morgun.


Tengdar fréttir

Martröð Arsenal-liðsins í tölum

Arsenal er enn einu sinni á leiðinni út úr Meistaradeildinni í sextán liða úrslitum en það er nokkuð ljóst þótt að liðið eigi enn eftir heimaleikinn sinn.

Wenger: Erfitt að útskýra þetta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsene Wenger, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn voru kjöldregnir af Bayern München á Allianz Arena í kvöld.

Slátrun á Allianz Arena | Sjáðu mörkin

Bayern München tók Arsenal í bakaríið þegar liðin mættust á Allianz Arena í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-1, Bayern í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×