Fótbolti

Badstuber kominn aftur út á völl

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Badstuber í leiknum í gær
Badstuber í leiknum í gær vísir/getty
Þýski varnarmaðurinn Holger Badstuber lék sinn fyrsta leik frá árinu 2012 í gær þegar hann var í vörn Bayern Munchen sem lagði Wolfsburg 2-1 í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Badstuber sleit krossband fyrir tæpum tveimur árum í leik gegn Borussia Dortmund og lék fyrstu 79 mínúturnar í gær en hann hafði leikið 30 landsleiki fyrir Þýskaland fram að þeim tíma þrátt fyrir að vera þá aðeins 23 ára gamall.

„Þetta var mjög spennandi, mjög erfitt en ég er fullkomlega hamingjusamur,“ sagði Badstuber eftir leikinn í gær.

„Það var dásamlegt að geta spilað á heimavelli eftir svona langan tíma frá og landa sigrinum. Fyrir mig var þetta fullkominn dagur.“

Philipp Lahm fyrirliði Bayern var mjög glaður fyrir hönd félaga síns. „Þetta var frábært. Það var gaman að horfa á hann á vellinum. Hann hefur unnið hörðum höndum að þessu,“ sagði Lahm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×