Fótbolti

Badstuber á leið í aðgerð á ný

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Badstuber heldur um lærið
Badstuber heldur um lærið vísir/getty
Rétt eftir að hafa snúið aftur á völlinn eftir langvarandi meiðsli er þýski varnarmaðurinn Holger Badstuber hjá Bayern Munchen á leið í aðra aðgerð.

Þýska stórliðið hefur staðfest að Badstuber þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á læri sem hann hlaut undir lok fyrri hálfleiks í 2-0 sigri Bayern Munchen á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Badstuber var frá í um 20 mánuði eftir að hafa slitið krossband í desember 2012 og verður nú frá í einhvern tíma á nýjan leik eftir aðeins þrjá leiki fyrir liðið.

„Auðvitað er ég mjög vonsvikinn í augnablikinu,“ sagði Badstuber á heimasíðu Bayern. „En ég veit núna hvernig á að höndla stöðu sem þessa.

„Hafið ekki áhyggjur, ég kem aftur. Ég gefst ekki upp,“ sagði varnarmaðurinn öflugi.

Þetta er mikið áfall fyrir Bayern sem tekur á móti Manchester City í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×