Innlent

Báðir ökumennirnir hafa gefið sig fram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í garðinum.
Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í garðinum. Vísir/Helena Sif/Halldóra Ólafsdóttir
Báðir ökumennirnir sem keyrðu yfir leiði í Gufuneskirkjugarði hafa nú gefið sig fram, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra kirkjugarðanna.

„Já, þessi ökumaður gaf svipaðar skýringar og hinn. Hann var eitthvað aðeins að keyra þarna til hliðar og lenti í óefni. Honum þótti þetta leiðinlegt og hafði reyndar haft samband við lögregluna áður en hann hringdi í mig,“ segir Þórsteinn.

Hann segir að nú verði farið yfir málið með lögreglunni.

„Kæra er kannski tæknilegt orð í þessu samhengi þar sem það er nauðsynlegt að það liggi fyrir lögregluskýrsla vegna skaðabótaskyldu. Við erum í raun ekki að fara að kæra málið til þess að fara á eftir einhverjum, það þarf bara að vera skýrt hvar ábyrgðin liggur.“

Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.

„Það er ekki hægt í augnablikinu að kanna hvaða skemmdir hafa orðið þarna þar sem það er mikill snjór og klaki ennþá yfir öllu. Það er búið að reyna að jafna það sem fór verst en við eigum alveg eftir að sjá hversu mikið tjón varð og hvað kostar að koma þessu í samt lag.“

Þórsteinn segir að í dag og á morgun verði haft samband við aðstandendur þeirra leiða sem urðu fyrir skemmdum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×