Enski boltinn

Ayre myndi elska að kaupa stórstjörnur til Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ian Ayre heldur ræðu.
Ian Ayre heldur ræðu. vísir/getty
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að hann vilji endilega gera allt sem í valdi stendur til þess að fá frábæra leikmenn til félagsins.

Liverpool hefur oft á tíðum verið gagnrýnt fyrir að fá ekki stórstjörnur til liðsins, en Ayre hefur verið öflugur á leikmannamarkaðnum í sumar.

Roberto Firmino kom frá Hoffenheim fyrir 29 milljónir punda, Nathaniel Clyne kom frá Southampton og James Milner kom frá Manchester City. Christian Benteke hefur einnig verið orðaður við liðið, en hann er falur fyrir rúmar 32 milljónir punda.

„Ég stóð í Kop stukunni í mörg ár sem stuðningsmaður. Eins og allir aðrir, þá myndi ég elska að kaupa frábæra leikmenn - sama hvað hann kostar, en við verðum að huga að fjárhagnum," sagði Ayre í viðtali við dagblaðið The manager.

„Þú verður að vera nákvæmur og gera áætlun og tryggja að allir fylgi henni. Það er það sem við höfum verið að gera og munum halda áfram að gera."

„Það þýðir ekki að við ætlum ekki að kaupa stórstjörnur, við ætlum bara að halda áfram að gera það á snjallan hátt," sagði Ayre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×