Enski boltinn

Ayre lofar að opna budduna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Ayre.
Ian Ayre. Vísir/Getty
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, hefur lofað því að félagið muni styrkja leikmannahópinn í sumar.

Liverpool stefnir hraðbyri að enska meistaratitlinum en eftir 3-2 sigur liðsins á Norwich um helgina varð endanlega ljóst að liðið mun keppa í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Brendan Rodgers fái um 60 milljónir punda til að nota á leikmannamarkaðnum í sumar.

„Við áttum alltaf von á því að þurfa allt öðruvísi leikmannahóp á næsta tímabili þar sem að við vorum ekki í Evrópukeppni í vetur,“ sagði Ayre við enska fjölmiðla.

„Það kostar sitt að gera breytingar en það var alltaf augljóst að við ætluðum okkur að komast aftur í Meistaradeildina.“

„Þar að auki er alltaf erfitt að athafna sig á leikmannamarkaðnum þegar maður er ekki að spila í bestu keppnunum. Það kom upp mál vegna Luis Suarez þar sem hann vildi spila gegn bestu leikmönnunum í bestu leikjunum.“

Ayre segir að árangur liðsins muni auðvelda málin fyrir Liverpool í sumar en fram undan á sunnudag er mikilvægur leikur gegn Chelsea í toppbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×