Golf

Axel upp um 1436 sæti á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel varð Íslandsmeistari í golfi í sumar.
Axel varð Íslandsmeistari í golfi í sumar. vísir/andri marinó
Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hefur farið upp um 1436 sæti á heimslistanum í golfi á árinu. Þetta kemur fram í frétt á golf.is.

Axel hefur heldur betur gert það gott að undanförnu og skemmst er að minnast þess að hann hrósaði sigri á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er sú þriðja sterkasta í Evrópu. Þá varð hann Íslandsmeistari í golfi í sumar.

Axel var í 1866. sæti á heimslistanum í golfi í lok síðasta árs. Núna er hann kominn upp í 430. sæti. Ótrúleg bæting hjá Axel sem hefur farið upp um 1436 sæti á heimslistanum eins og áður sagði.

Axel 12 sætum á undan Birgi Leifi Hafþórssyni á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er svo í 805. sæti. Þeir þrír eru einu Íslendingarnir á meðal 1000 efstu á heimslistanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×