Körfubolti

Axel og félagar í kjörstöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel spilaði vel í dag.
Axel spilaði vel í dag. vísir/daníel
Værlöse, lið Axels Kárasonar, vann góðan fjögurra stiga sigur, 87-83 sigur á Víkingunum frá Álaborg í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild danska körfuboltans þar í landi.

Fjögurra stiga sigur Axels og félaga varð niðurstaðan eftir að hafa verið 38-36 yfir í hálfleik. Þeir áttu svo fínan síðari hálfleik og unnu leikinn eins og fyrr segir með fjórum stigum, 87-83.

Axel spilaði allar 40 mínúturnar í leiknum, en hann skoraði átta stig og tók ellefu fráköst. Skilaði fínu dagsverki.

Værlöse vann einnig fyrsta leikinn og geta með sigri í síðasta leiknum tryggt sér öruggt sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×