Lífið

Avengers-leikarar gagnrýndir fyrir að kalla Svörtu ekkjuna „druslu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Jeremy Renner og Chris Evans.
Jeremy Renner og Chris Evans. Vísir/YouTube
Leikararnir Chris Evans og Jeremy Renner hafa verið gagnrýndir harkalega fyrir ummæli sem þeir létu falla um Black Widow, eða Svörtu ekkjuna, sem Scarlett Johansson leikur í Marvel-kvikmyndunum.

Evans og Renner fara með hlutverk Captain America og Hawkeye í sama heimi og er nú komin í sýningar Avengers 2: Age of Ultron. Leikarar myndarinnar eru nú í mikilli kynningarherferð og voru þeir tveir spurðir út í vangaveltur aðdáenda hvort persónur þeirra í myndunum myndu eiga í einhverskonar ástarsambandi við Black Widow í stað vísindamannsins Bruce Banner sem breytist í óargadýrið Hulk þegar hann snöggreiðist.

„Hún er drusla,“ svaraði Renner þegar hann var spurður út í vangaveltur aðdáenda myndanna. Evans hló og svaraði: „Ég ætlaði að frekar að kalla hana algjöra hóru.“

Renner sagði einnig að Svarta ekkjan væri hvort sem er með gervilegg og kom það út líkt og hann væri að lýsa því yfir að persónur þeirra í myndunum hefðu því ekki áhuga á henni.

Þetta er ekki fyrsta uppákoman sem hefur vakið mikla athygli þegar kemur að kynningarherferð fyrir Avengers 2.

Robert Downey Jr., sem leikur Iron Man, gekk út úr viðtali þegar hann var spurður út í fortíð sína og hvernig honum hefur gengið að berjast við fíknina. Downey Jr. stoppaði fréttamanninn og spurði hvað þeir væru eiginlega að gera? Þótti honum viðtalið vera orðið full dramatískt, stóð upp, kvaddi fréttamanninn og gekk út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×