Erlent

Austurríski laganeminn hafði betur gegn Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Max Schrems var ánægður eftir að dómur féll.
Max Schrems var ánægður eftir að dómur féll. Vísir/AFP
Evrópudómstóllinn hefur dæmt fimmtán ára gamlan samning sem hefur auðveldað Facebook og fleiri aðilum að senda upplýsingar um evrópska notendur til Bandaríkjanna ógildan.

Facebook hefur um margra ára skeið getað flutt upplýsingar um evrópska notendur sína til netþjóna í Bandaríkjunum með aðstoð samningsins um öruggar hafnir (e. Safe Harbour Agreement).

Dómur Evrópudómstólsins felur hins vegar í sér að yfirvöld í Evrópuríkjum geta stöðvað slíka upplýsingaflutninga milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Umræddur samningur hefur verið í gildi í fimmtán ár. Facebook hefur hafnað því að gerst brotlegt við lög.

Austurríski laganeminn Max Schrems höfðaði fyrst málið fyrir dómi í Vínarborg og fékk hann 25 þúsund notendur Facebook með sér í lið í hópmálsókn. Sögðust þau óttast að samfélagsmiðillinn gæti deilt persónuupplýsingum með bandarískum eftirlitsaðilum.

Schrems sagðist fagna dómnum og vonast til að dómurinn leiði til aukins netöryggis.

An EU ruling could have major implications for the way Facebook worksRory explains why and you can read more at http://www.bbc.co.uk/news/technology-34442618

Posted by BBC Technology & Tech Tent on Tuesday, 6 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×