Erlent

Austurríki mun einungis taka á móti áttatíu hælisleitendum á dag

Atli Ísleifsson skrifar
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins.
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins. Vísir/AFP
Austurrísk yfirvöld munu ekki taka á móti fleirum en áttatíu hælisleitendum á dag.

Þetta segir Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins, en breytingin mun taka gildi á föstudag.

Austurríkisstjórn mun þó heimila að hámarki 3.200 flóttamönnum að fara um landið sem óska eftir að sækja um hæli í nágrannalandi.

„Við munum að sjálfsögðu passa upp á landamæri okkar þegar við sjáum enga samevrópska lausn,“ segir Mikl-Leitner.

Austurríkisstjórn hafði áður greint frá því að landið komi einungis til með að taka á móti 37.500 hælisleitendum á þessu ári, en þeir voru 90 þúsund á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Segja Tyrki vera komna að þolmörkum

Talið er að rúmlega 3 milljónir flóttamanna séu nú í Tyrklandi en þrátt fyrir það ætla stjórnvöld sér að reyna að taka við fleirum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×