SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hćttu

FRÉTTIR

Austurríki mun einungis taka á móti áttatíu hćlisleitendum á dag

 
Erlent
16:18 17. FEBRÚAR 2016
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráđherra landsins.
Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráđherra landsins. VÍSIR/AFP

Austurrísk yfirvöld munu ekki taka á móti fleirum en áttatíu hælisleitendum á dag.

Þetta segir Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra landsins, en breytingin mun taka gildi á föstudag.

Austurríkisstjórn mun þó heimila að hámarki 3.200 flóttamönnum að fara um landið sem óska eftir að sækja um hæli í nágrannalandi.

„Við munum að sjálfsögðu passa upp á landamæri okkar þegar við sjáum enga samevrópska lausn,“ segir Mikl-Leitner.

Austurríkisstjórn hafði áður greint frá því að landið komi einungis til með að taka á móti 37.500 hælisleitendum á þessu ári, en þeir voru 90 þúsund á síðasta ári.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Austurríki mun einungis taka á móti áttatíu hćlisleitendum á dag
Fara efst