Innlent

Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miklir vatnavextir voru á Austfjörðum í gær og spáin fyrir næsta sólarhring er mjög slæm.
Miklir vatnavextir voru á Austfjörðum í gær og spáin fyrir næsta sólarhring er mjög slæm. mynd/auðbergur gíslason
Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að full ástæða sé til þess að gera allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir. Þá er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið.

Þá eru fyrirtæki og íbúar hvattir til að huga að og festa niður gáma, bretti, fiskkör, sorpílát, trampólín, skjólveggi og annað lauslegt a lóðum. Jafnframt er mikilvægt að hreinsa frá og fylgjast með niðurföllum. Allar beiðnir um aðstoð skulu berast til Neyðarlínu í síma 112.

Fréttatilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:

Almannavarnanefnd vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. Full ástæða er til að gera allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir.

Um miðnætti verður hvöss austanátt með mikilli úrkomu og undir morgun er von á mjög hvassri sunnanátt sem gæti nálgast fárviðri.

Fyrirtæki og íbúar eru hvattir til að huga að og festa niður gáma, bretti, fiskkör, sorpílát, trampolín, skjólveggi og allt annað lauslegt á lóðum. Jafnframt að hreinsa frá og fylgjast með niðurföllum.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is sem og fjölmiðlum.

Fólki er bent á að fylgjast með veðurspám og vakin er athygli á að textaspár eru nákvæmari en myndrit.

Þá er fólk hvatt til að halda sig heima við og vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið.

Allar beiðnir um aðstoð skulu berast til Neyðarlínu 112.


Tengdar fréttir

Fylgstu með storminum nálgast

Veðurstofan hefur varað við stormi víða á landinu í dag en búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu.

Djúp lægð á leið yfir landið

Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×