Innlent

Aurskriða féll úr Árnesfjalli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/skjáskot
Vegagerðin opnaði veginn í Hvalvík síðdegis þar sem gríðar stór aurskriða hafði fallið á veginn fyrr í dag.  Bændur á Melum segja mikla landslagsbreytingu hafa orðið eftir skriðuföllin úr Árnesfjalli fyrir ofan Hvalvík. Greint er frá þessu á vefsíðu Litla hjalla.

Björn Torfason, bóndi á Melum, segist hafa séð steina byrja að hrynja úr fjallinu fyrir hádegi í dag. Hann segir engu líkara en að fjallið hafi sprungið.

Skriðurnar náðu niður á veg í Hvalvík en ekki í sjó fram. Á vefsíðu Litla hjalla segir að skál uppi í fjallinu gæti hafa hrint skriðunni af stað eftir talsverðar rigningar undanfarna daga.

Hér að neðan má sjá myndband af skriðunni falla. Indriði Freyr Indriðason tók myndskeiðið sem DV birti fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×