Fótbolti

Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roy Hodgson er án starfs eftir tapið í gær.
Roy Hodgson er án starfs eftir tapið í gær. vísir/getty
Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, sagði sem kunnugt er af sér eftir tapið gegn Íslandi í gær. Svo virðist sem Knattspyrnusamband Englands hafi útbúið yfirlýsingu sem Hodgson las á fundi með blaðamönnum eftir leik í gær. Þykir ensku pressunni vandræðalegt að Hodgson, hæstlaunaðasti þjálfarinn á EM, hafi ekki svarað spurningum á fundinum.

Sjá einnig:Aumingja Steve McClaren

Myndband af Roy Hodgson frá því í leiknum í gær hefur farið sem eldur um sinu á netinu. Staðan er 2-1 fyrir Ísland og ellefu mínútur liðnar af síðari hálfleik. Roy Hodgson virðist átta sig á því að hann er á risaskjá á Stade de Nice og bregst við á skondinn hátt sem mikið er gert grín að.

„Augnablikið þegar þú áttar þig á því að þú ert á risaskjá og vilt láta líta út fyrir að þú sért með plan“ er ágæt yfirskrift myndbandsins sem sjá má hér að neðan í tveimur útgáfum.

 


Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×