Erlent

Aukin löggæsla ekki eina svarið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
„Ég er í áfalli yfir þessu. Þetta er nálægt mér og minni fjölskyldu. Við bjuggum þarna í nokkur ár og þekkjum vel þessa staði sem ráðist var á,“ segir Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Við eigum þarna vini og hugur okkar er hjá þeim og þeim sem eiga um sárt að binda.“

Stefán segir það eðlileg fyrstu viðbrögð að lögregla hugi vel að öryggi og viðbúnaði og vegi og meti ástandið en segir mikilvægt að nálgast málið af yfirvegun. „Aukin löggæsla er ekki eina svarið við því sem blasir við. Ég held að við þurfum að taka á þessu á fleiri sviðum með fjölbreyttari hætti. Með samstöðu, samhug og kærleik. Við þurfum meira á því að halda en öðru,“ segir Stefán.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×