Innlent

Aukin framlög 1.136 milljónir

Svavar Hávarðsson skrifar
Fjölmargir hafa komið að aðgerðum vegna gossins.
Fjölmargir hafa komið að aðgerðum vegna gossins. Vísir/Valli
Ríkisstjórnin samþykkti í fyrradag , á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra, að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 449 milljónir króna árið 2015.

Einnig var heimiluð nýting á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 101 milljón. Samantekið að meðtalinni þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótarfjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 milljónum frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.

Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé lokið telur hópurinn þörf á að mælingum verði sinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðar með tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti, til dæmis vegna ferðamanna á svæðinu, auk rannsókna á náttúrufari, vatnasvæði, lífríki og heilsufari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×