Innlent

Aukin eftirspurn eftir athöfnum Siðmenntar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. vísit/stefán
Eftirspurn eftir athafnaþjónustu Siðmennt hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. Það sem af er ári er búið að framkvæma eða panta 200 athafnir, en um ræðir nafngjafir, giftingar og útfarir.

Mest er eftirspurnin eftir giftingum og fjöldi þeirra hefur nær þrefaldast frá árinu 2013. Þá voru þær 36 talsins en eru orðnar 135 í ár. Bæði er um að ræða aukningu á giftingum Íslendinga en einnig erlendra para.

Siðmennt hefur reynt að mæta eftirspurninni með því að þjálfa 15 nýja athafnastjóra á árinu. Fyrir voru þeir 25 talsins. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru athafnastjórar starfandi á Vesturlandi, Ísafirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Höfn í Hörnafirði og á Suðurlandi.

Frá árinu 2008, þegar Siðmennt hóf að bjóða upp á athafnir, hafa athafnastjórar Siðmennt framkævmt 705 athafnir, gift 800 einstaklinga, gefið 240 börnum nafn og séð um útfarir 40 einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×