Viðskipti innlent

Aukaútgjöld ríkissjóðs skila sér ekki í sköttum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að 43 milljarða aukaútgjöld ríkissjóðs vegna meðal annars Spkef og tapreksturs Byggðastofnunar muni ekki skila sér í hærri sköttum og frekari niðurskurði á næsta ári. Ríkið mun taka lán vegna Spkef en vaxtakostnaður nemur fimm milljörðum króna.

Fjármálaráðuneytið birti í gær uppgjör á ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fjárlagahallinn nam tæpum níutíu milljörðum króna sem fjörutíu og þremur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Það skýrist meðal annars af tuttugu milljarða kostnaði ríkissins vegna Spkef og einnig vegna uppsafnaðs rekstrarhalla Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífiss.

Oddný G. Sigurðardóttir fjármálaráðherra, segir að þessi halli muni ekki hafa áhrif á fjárlög næst árs.

Hvernig munu þið mæta þessum kostnaði?

„Nú við tökum auðvitað lán varðandi SPKef þannig að vaxtakostnaðurinn mun flytjast yfir á næstu ár vegna þessara aðgerða en að öðru leyti er þetta einskiptis aðgerð," segir Oddný.

Oddný segir að vaxtakostnaðurinn vegna Spkef nemi fimm milljörðum króna.

Hvaða áhrif hefur þessi halli fyrir fjárlög næsta árs?

„Hann hefur engin áhrif á fjárlög næsta árs. Við vinnum eftir þeirri áætlun sem lögð var fram fyrra haust fyrir fjárlög 2012. Um það að ná jöfnuði árið 2014 og í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að aðhaldið sé rétt tæpt eitt prósent á veltu," segir hún.

Þannig það verða ekki hækkaðir skattar á einstakligna, heimili og fyrirtæki eða boðaður niðurskurður til þess að borga fyrir Spkef?

„Það er ekki þannig, við erum auðvitað að borga reikning vegna hrunsins og reikningurinn sem fylgir Spkef er partur af því stóra dæmi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við höfum þurft að fara í gegnum sársaukafullar og erfiðar aðgerðir undanfarin ár til þess að komast á þann stað þar sem tekjur ríkisins, að við eigum fyrir útgjöldunum, að tekjurnar séu nægilega miklar til þess að við þurfum ekki að reka okkur á lánum. Það hagur okkar allra að stöðva skuldasöfnun," segir hún.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×