Viðskipti innlent

Aukagreiðslur ekki í myndinni

Ingvar Haraldsson skrifar
Steinþór Pálsson Landsbankastjóri.
Steinþór Pálsson Landsbankastjóri. vísir/Daníel
Ekki kom til álita af hálfu Landsbankans að óska eftir aukagreiðslum reyndist Borgun verðmætari en raunin varð þegar bankinn seldi 31,2 prósenta hlut í fyrirtækinu í nóvember 2014. Samkvæmt svari við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins hefði það að líkindum leitt til þess að söluverðið yrði lægra.

Þá taldi Landsbankinn hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða króna virði samkvæmt þremur sviðsmyndum sem bankinn teiknaði upp áður en hann seldi hlut sinn. Endanlegt söluverð nam 2,2 milljörðum króna. Samkvæmt nýlegu verðmati KPMG er hluturinn allt að 8 milljarða virði. Þá hafa 932 milljónir verið greiddar í arð til eigenda 31,2 prósenta hlutar í Borgun frá því Landsbankinn seldi sinn hlut.

Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×