Erlent

Augun urðu þeim að falli

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Neanderdalsmaður Of stór hluti heilastarfseminnar fór í sjónina.
Neanderdalsmaður Of stór hluti heilastarfseminnar fór í sjónina. nordicphotos/AFP
Eftir að forfeður Neanderdalsmanna fluttu frá Afríku til Evrópu þróuðust kynslóðirnar þannig að augun urðu sífellt stærri.

Þetta var nauðsynlegt til að sjá betur í myrkrinu á norðurslóðum en um leið fór æ stærri hluti af heilastarfseminni í að vinna úr sjónskynjuninni. Þar með varð of lítið aflögu af heilanum til að sinna flóknari úrlausnarefnum á borð við félagsleg samskipti í hópum.

Þetta varð Neanderdalsmönnum að falli, samkvæmt nýrri rannsókn breska vísindamannsins Eiluned Pearce við Oxford-háskóla. Frá þessu er skýrt á fréttavef breska útvarpsins BBC.

Meðan Neanderdalsmenn bjuggu í Evrópu héldu forfeður mannkyns áfram að þróast í Afríku, þar sem birtan var næg og engin þörf fyrir jafn stór augu og Neanderdalsmenn fengu. Forfeður okkar réðu því betur við hin flóknu úrlausnarefni sem Neanderdalsmenn gátu ekki tekist á við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×