Fótbolti

Augsburg tókst ekki að fylgja eftir sigrinum á Bremen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð í baráttunni í leiknum í dag.
Alfreð í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg og lék allan leikinn þegar liðið beið lægri hlut, 1-3, fyrir Mainz 05 á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Augsburg vann góðan útisigur á Werder Bremen í síðustu umferð en tókst ekki að fylgja honum eftir í dag.

Jhon Córdoba kom Mainz í 0-1 strax á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Kostas Stafylidis jafnaði metin á 73. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar var Mainz aftur komið yfir eftir mark Yunus Malli. Yoshinori Muto gulltryggði svo sigur gestanna þegar hann skoraði þriðja markið 10 mínútum fyrir leikslok.

Alfreð hefur leikið alla þrjá leiki Augsburg á tímabilinu en bíður enn eftir sínu fyrsta marki.

Augsburg er í 13. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×