Enski boltinn

Auðvitað var þetta rauða spjald tekið til baka | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John O'Shea reynir að útskýra fyrir dómaranum að hann braut en ekki Brown.
John O'Shea reynir að útskýra fyrir dómaranum að hann braut en ekki Brown. vísir/getty
Roger East, dómarinn sem dæmdi leik Manchester United og Sunderland á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni, gerði svakaleg mistök í seinni hálfleik.

Sjá einnig:Rooney fann netmöskvana í sigri United | Sjáðu mörkin

Hann gerði rétt með að dæma vítaspyrnu þegar John O'Shea felldi Kólumbíumanninn Radamel Falcao, en í staðinn fyrir að reka O'Shea út af sýndi hann Wes Brown rauða spjaldið.

Þó þeir léku báðir á sínum tíma fyrir Manchester United gerði Wes Brown ekkert í umræddu atviki og áfrýjaði Sunderland því eðlilega rauða spjaldinu.

Enska úrvalsdeildin tók áfrýjunina auðvitað til greina og afturkallaði rauða spjaldið á Brown sem má nú spila með Sunderland gegn Hull um næstu helgi.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×