Enski boltinn

Auðvelt hjá City sem jafnaði Chelsea að stigum | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yaya Toure, leikmaður City.
Yaya Toure, leikmaður City. vísir/getty
David Silva skoraði bæði mörk Manchester City í sigri Manchester City á Crystal Palace í hádegisleik enska boltans í dag.

Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill, en gestirnir fengu besta færið þegar Fraizer Campbell skaut boltanum rétt framhjá úr bakfallspyrnu.

Markalaus var staðan í hálfleik, en David Silva kom heimamönnum yfir eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik. Hann skaut þá í varnarmann Palace og inn fór boltinn.

Silva var aftur á ferðinni tólf mínútum síðar þegar hann lagði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Aleksandar Kolarov.

Ranglega var svo mark dæmt af Palace í stöðunni 2-0, en aðstoðardómarinn flaggaði þá rangstöðu sem var kolrangur dómur.

Yaya Toure kláraði svo dæmið með glæsilegu skoti úr þröngu færi í vítateignum eftir góða skyndisókn.

Lokatölur urðu 3-0, en með sigrinum fór City upp að hlið Chelsea í toppsætinu. City er með lakari markatölu, en Chelsea á einnig leik til góða.

Palace er í sextánda sæti með fimmtán stig og er í bullandi fallbaráttu.

Silva kemur City yfir: Silva tvöfaldar forystuna: Toure með þriðja mark City:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×