Auðvelt hjá Chelsea gegn Huddersfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bakayoko fagnar marki sínu í kvöld.
Bakayoko fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Chelsea komst í kvöld upp að hlið Man. Utd í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-1 sigri á Huddersfield.

Tiemoue Bakayoko braut ísinn fyrir Chelsea í kvöld með marki á 23. mínútu eftir mistök hjá markverði Huddersfield. Brasilímaðurnn Willian skoraði svo sjaldséð skallamark rétt fyrir hlé.

Það var svo Pedro Rodriguez sem rak síðasta naglann í kistu Huddersfield með marki snemma í síðari hálfleik. Huddersfield skoraði svo sárabótarmark í uppbótartíma sem breytti engu. Flottur skalli engu að síður hjá Laurent Depoitre.

Chelsea og Man. Utd eru nú með 35 stig en Man. Utd heldur öðru sætinu með betri markamun.

Crystal Palace vann svo ævintýralegan sigur, 2-1. Daryl Janmaat kom Watford yfir og ekkert benti til annars en að Watford myndi vinna er liðið missti Tom Cleverley af velli á 87. mínútu. Bakary Sako jafnaði mínútu síðar og það var svo James McArthur sem tryggði Palace 2-1 sigur í uppbótartíma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira