Enski boltinn

Auðveldur skyldusigur United | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn United fagna marki Juan Mata.
Leikmenn United fagna marki Juan Mata. vísir/getty
Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á C-deildarliði Shrewsbury í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld.

United var með góð tök á leiknum frá upphafi og uppskar tvö mörk í fyrri hálfleik, frá þeim Chris Smalling og Juan Mata. Shrewsbury náði ekki skoti að marki allan fyrri hálfleikinn.

Jesse Lingaard innsiglaði svo sigurinn með marki á 61. mínútu en liðið lék reyndar manni færri síðasta stundarfjórðunginn þar sem Will Keane meiddist skömmu eftir að hann kom inn á. United var þá búið að nota allar sínar skiptingar í leiknum.

Louis van Gaal heldur því starfinu sínu, í bili að minnsta kosti, en fyrir leikinn höfðu margir fjölmiðlar í Englandi fullyrt að tap í þessum leik hefði getað kostað hann stjórastarfið hjá félaginu.

Chris Smalling kom United yfir á 37. mínútu: Juan Mata jók forystu United úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks: Jesse Lingard kom United í 3-0 á 61. mínútu: Juan Mata jók forystu United úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×