Erlent

Auðmennirnir að yfirgefa Kína

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fasteignaverð í Vancouver í Kanada hækkar vegna Kínverja.
Fasteignaverð í Vancouver í Kanada hækkar vegna Kínverja. NORDICPHOTOS/GETTY
Ríkir Kínverjar streyma nú til útlanda til að tryggja auðævi sín. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að 70 þúsund kínverskir milljónamæringar séu fluttir til Kanada.

Kínverjarnir eru sagðir flýja mengunina í Kína og skólakerfi sem þeim líkar ekki. Auk þess óttist þeir að ríkið svipti þá auðæfunum. Í fyrra fluttu ríkir Kínverjar sem samsvarar 6 billjónum danskra króna úr landi. Kínverjarnir flytjast einkum til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Í Vancouver í Kanada hefur fasteignaverð snarhækkað vegna komu Kínverja þangað með þeim afleiðingum að margir Kanadabúar eiga ekki möguleika á að búa í borginni. Svo að segja allar fasteignir sem auglýstar eru til sölu eru auglýstar á kínversku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×