Lífið

Auddi geymir fyrrverandi kærusturnar í kassa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg saga frá Audda.
Skemmtileg saga frá Audda.
„Þetta er kassi sem fannst uppí skáp hjá mömmu ásamt gömlu dóti frá unglingsárum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal í samtali við Vísi en hann sagði frá mjög skemmtilegri sögu í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gær.

Auddi tók upp kassa í gær og sagði; „Í þessum kassa geymi ég það sem tengist hverri kærustu sem ég hef átt.“ Í kassanum voru gömul ástarbréf, myndir og dagsetningar sem höfðu sérstaka þýðingu fyrir Auðunn.

„Þó að þetta sé eldgamall kassi, þá afsakar það ekki innihaldið. Maður var eitthvað tæpur á sínum tíma.“

Auddi var með Ágústu Evu Erlendsdóttur og Steinda Jr. í liði. Í hinu liðinu voru þau Vilhelm Anton Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir og áttu þau að giska á það hvort kassinn væri raunverulegur og sagan á bakvið hann sönn eða lygi.

Í ljós kom að kassinn er til í raun og veru og hélt Auðunn utan um þessi gögn í mörg ár. Ekkert hefur farið inn í þennan kassa síðan 1995 og því voru ekki alveg allar kærustur hans þarna ofan í.

Hér að neðan má sjá brotið úr þættinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×