Auđar blađsíđur á toppi metsölulista Amazon

 
Erlent
12:24 18. MARS 2017
Bókarhöfundur telur enga ástćđu til ţess ađ kjósa demókrata eins og Hillary Clinton (t.v.) eđa Bernie Sanders (t.h.)
Bókarhöfundur telur enga ástćđu til ţess ađ kjósa demókrata eins og Hillary Clinton (t.v.) eđa Bernie Sanders (t.h.) VÍSIR/AFP

Mest selda bókinn á verslunarvefnum Amazon í Bandaríkjunum þessa stundina er 266 blaðsíðna löng en fyrir utan efnisyfirlitið er hver einasta síða auð. Titill bókarinnar er „Ástæður til að kjósa demókrata: Ítarleg handbók“.

Bókin er hugarfóstur sagnfræðingsins og íhaldsmannsins Michaels J. Knowles sem skrifaði hana til að henda gaman að demókrötum í Bandaríkjunum. Bókin hefur hins vegar selst í meira en 60.000 eintökum á innan við viku.

„Þegar bókin seldist í hundrað eintökum var þetta fyndinn brandari. Þegar hún seldist í fimm þúsund eintökum var þetta mjög fyndinn brandari. Þegar hún seldist í 50.000 eintökum fékk það mig til að hugsa og velta fyrir mér um hvar menning okkar er stödd,“ segir Knowles við Washington Post.

Höfundurinn telur engu að síður að hugmyndin að bókinni eigi rétt á sér. Bandarískra vinstrið hafi tortýmt sjálfu sér og kjörþokka sínum með því að standa ekki fyrir neitt. Donald Trump hafi aftur á móti sýnt að góð kímnigáfa skili mönnum langt í stjórnmálum og mikil þörf sé á henni.

Bók Knowles er hins vegar ekki sú fyrsta sem nær árangri á metsölulista Amazon þrátt fyrir að vera nær algerlega auð. Sambærileg bók sem gerði grín að Donald Trump kom út fyrir fjórum mánuðum. Sú bar titilinn „Ástæður þess að Trump verðskuldar traust, virðingu og aðdáun“. Hún var sömuleiðis auð og hefur selst í meira en 20.000 eintökum fram að þessu.


Bókin er á toppi metsölulista Amazon ţessa stundina. Skjáskotiđ er frá 18. mars 2017.
Bókin er á toppi metsölulista Amazon ţessa stundina. Skjáskotiđ er frá 18. mars 2017. SKJÁSKOT/AMAZON


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Auđar blađsíđur á toppi metsölulista Amazon
Fara efst