Enski boltinn

Aubameyang: Arsenal hefur staðnað síðustu ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aubameyang í leik með Arsenal.
Aubameyang í leik með Arsenal. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang kom til Arsenal í janúar og spilaði síðustu mánuðina af stjóratíð Arsene Wenger hjá félaginu. Aubameyang segir félagið hafa staðnað undir stjórn Wenger og er spenntur fyrir komandi tímum.

Frakkinn yfirgaf Arsenal í lok tímabilsins eftir 22 ár og í hans stað er kominn Spánverjinn Unai Emery sem stýrði síðast Frakklandsmeisturum Paris Saint-German.

„Það eru nokkuð blendnar tilfinningar í kringum breytingarnar. Það er skrítið fyrir alla stuðningsmennina að stjórinn er farinn en þetta er nýtt og ferskt upphaf, “ sagði Aubameyang.

„Í sannleika sagt þá hefur félagði staðnað síðustu tímabil. Ég held það séu allir frekar spenntir að sjá hvað muni gerast á næsta tímabili. Það er furðulegt að hugsa til þess að eftir 22 ár sé stjórinn farinn, en svona er lífið og við verðum að líta fram á veginn,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×