FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 20:00

Réttur barnsins ađ fá bólusetningu

FRÉTTIR

Atvinnuumsóknum rignir yfir nýja Ikea verslun í Serbíu

 
Erlent
07:55 17. MARS 2017
Ný verslun í Serbíu á erfitt verkefni fyrir höndum - ađ yfirfara átján ţúsund umsóknir.
Ný verslun í Serbíu á erfitt verkefni fyrir höndum - ađ yfirfara átján ţúsund umsóknir. VÍSIR/AFP

Hátt í átján þúsund manns hafa sótt um starf í Ikea verslun í Belgrad í Serbíu sem verður opnuð á næstu mánuðum. Umsóknir hafa streymt hratt inn frá því að verslunin auglýsti eftir fólki í 250 stöðugildi.

Um er að ræða fyrstu Ikea verslunina í Serbíu en hún verður rétt fyrir utan höfuðborgina. Raunar var ein slík búð í Belgrad þegar borgin var hluti af Júgóslavíu, en verslunin varð ekki langlíf.

Nýja Ikea búðin verður opnuð í sumar og stefnt er að því að opna á fjórum öðrum stöðum í landinu í kjölfarið.

Atvinnuleysi í Serbíu er mikið. Það mældist 19,7 prósent á síðasta ári, en íbúar eru 7,2 milljónir talsins. Meðaltekjur Serbans eru í kringum 370 evrur, eða um 43 þúsund krónur, að því er Afp fréttastofan greinir frá.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Atvinnuumsóknum rignir yfir nýja Ikea verslun í Serbíu
Fara efst