Innlent

Atvinnuleysisbætur hækka um 19 prósent

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Hanna
Atvinnuleysisbætur hækkuðu þann 1. maí um tæp 19%. Hækkunin er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika frá 27. febrúar sl. sem gerð var í tengslum við mat á kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði, segir á vef Stjórnarráðsins.

Hækkun atvinnuleysisbóta tók gildi með reglugerð sem félags- og jafnréttismálaráðherra staðfesti 23. apríl síðastliðinn og tók gildi 1. maí. Samkvæmt henni hækkaði hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr 358.516 kr. á mánuði í 425.647 kr., miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu. 

Jafnframt hækkuðu óskertar grunnatvinnuleysisbætur úr 227.417 kr. á mánuði í 270.000 kr. á mánuði. Hækkunin nemur 18,7%.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×