Viðskipti innlent

Atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Samanburður mælinga í júlí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka hafi aukist um 0,9 prósentustig milli ára.
Samanburður mælinga í júlí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka hafi aukist um 0,9 prósentustig milli ára. Vísir/Daníel
Atvinnuleysi á landinu mældist 3,3 prósent í júlí 2014, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Í júlí 2014 voru að jafnaði 195.500 manns á vinnumarkaði hér á landi. Af þeim voru 189.200 starfandi og 6.400 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Í frétt Hagstofunnar um rannsóknina kemur ennfremur fram að atvinnuþátttaka hafi mælst 84,9 prósent og hlutfall starfandi 82,1 prósent. Samanburður mælinga í júlí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,9 prósentustig og hlutfall starfandi jókst um 1,1 stig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 0,4 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×