Erlent

Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit

Evrópusinnar vöruðu við slæmum efnahagslegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur hins vegar ekki enn aukist þótt pundið hafi veikst.
Evrópusinnar vöruðu við slæmum efnahagslegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur hins vegar ekki enn aukist þótt pundið hafi veikst. Nordicphotos/AFP
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur minnkað frá því í apríl. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands. Þá fækkaði atvinnulausum um alls 52 þúsund.

Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent.

„Við erum enn að sjá sömu sterku sveiflu á vinnumarkaði og var á öðrum ársfjórðungi,“ sagði David Freeman, tölfræðingur Hagstofunnar, í viðtali við BBC í gær. Hins vegar sagði hann að einungis hluti talnanna næði yfir tímabilið í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og því bæri að taka þeim með nokkrum fyrirvara.

Því var Howard Archer frá greiningarfyrirtækinu IHS Global Insight sammála. „Það er of snemmt að draga ályktanir af þessu. Það er enn líklegt að óvissan leiði til aukins atvinnuleysis á næstu mánuðum,“ sagði hann við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×