Erlent

Atvinnuleysi ekki minna í Bandaríkjunum í átta ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þrátt fyrir færri ný störf en búist var við mælist atvinnuleysi í fyrsta sinn undir fimm prósentum í Bandaríkjunum í átta ár.
Þrátt fyrir færri ný störf en búist var við mælist atvinnuleysi í fyrsta sinn undir fimm prósentum í Bandaríkjunum í átta ár. Vísir/Getty
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 4,9 prósent og hefur ekki verið minna síðan í febrúar 2008.

Í janúar bætti bandaríska hagkerfið við sig 151 þúsund störfum. Þetta var mun minna en í desember þegar 262 þúsund störf bættust við, og mun minna en spáð hafði verið. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi nú komið undir fimm prósent í fyrsta sinn í átta ár og laun fara loksins hækkandi á ný.

Enn eru þó neikvæð merki í hagkerfinu. Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fjórða ársfjórðungi. Framleiðsluiðnaðurinn er í samdrætti og S&P 500 vísitalan á Wall Street hefur lækkað um 6,2 prósent það sem af er ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×