Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 4,1 prósent

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Hlutfall atvinnulausra í september var 4,1 prósent.  Að jafnaði voru 183.200 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði, sem jafngildir 79,2 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 175.700 starfandi og 7.500 án atvinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram vef Hagstofu Íslands.

Samanburður mælinga í september 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttakan minnkaði um 2,7 prósentustig. Hlutfall starfandi minnkaði um 1,7 stig og hlutfall atvinnulausra minnkaði um 1,1 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×