Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 3,1 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Að jafnaði voru 187.300 manns á aldrinum 16 til 74 ára í nóvember. Það jafngildir 80,9 prósent atvinnuþátttöku.
Að jafnaði voru 187.300 manns á aldrinum 16 til 74 ára í nóvember. Það jafngildir 80,9 prósent atvinnuþátttöku. Vísir/Vilhelm
Að jafnaði voru 187.300 manns á aldrinum 16 til 74 ára í nóvember. Það jafngildir 80,9 prósent atvinnuþátttöku. Hlutfall atvinnulausra var 3,1 prósent og hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4 prósent.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Samanburður mælinga í nóvember 2013 og 2014 sýnir að bæði atvinnuþátttaka og hlutfalls starfandi fólks jókst samhliða því að dregið hefur úr atvinnuleysi. Hlutfall atvinnulausra minnkaði um 1,1 stig á milli ára. Atvinnuþátttaka jókst um 1,2 stig og hlutfall starfandi um 2,1 stig.

Leita þarf aftur til október 2008 til þess að finna lægra hlutfall atvinnuleysis en í þessari mælingu, en þá mældist atvinnuleysi 2,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×