Innlent

Atvinnuleitendur skyldaðir í virkniúrræði

Bjarki Ármannsson skrifar
Flutningsmenn tillögunnar vilja að atvinnuleitendum verði boðin upp á að stíga inn í ýmis opinber störf í þágu samfélagsins.
Flutningsmenn tillögunnar vilja að atvinnuleitendum verði boðin upp á að stíga inn í ýmis opinber störf í þágu samfélagsins. Vísir/Vilhelm
Átján þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að félags- og húsnæðismálaráðherra verði falið að efla og fjölga virkniúrræðum fyrir atvinnuleitendur. Í greinargerð segir að nú sé atvinnuleysi á undanhaldi og því góður tími til að gera breytingar á umhverfi atvinnuleitenda.

Flutningsmenn tillögunnar segja það nauðsynlegt að nýttar verði lagaheimildir sem skylda atvinnuleitendur til að taka þátt í virkniúrræðum og að settar verði reglur um lágmarksvinnuframlag sem skilyrði fyrir greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði og framfærslu sveitarfélaga.

Meðal þeirra virkniúrræða sem um ræðir eru verkefni á borð við Atvinnutorg, Þor – þekking og reynsla og Nám er vinnandi vegur en í þessum verkefnum er reynt að virkja fólk með því að bjóða upp á starfsþjálfun, sjálfboðaliðastörf og fleira. Þá vilja flutningsmenn tillögunnar atvinnuleitendum verði boðin upp á að stíga inn í ýmis opinber störf í þágu samfélagsins, líkt og aðstoð við aldraða á dvalarheimilum, skógrækt, störf á söfnum og svo framvegis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×