Enski boltinn

Atvinnulaus Rodgers sparar og flýgur með easyJet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers og David Moyes er þeir stýrðu báðir stórliðum á Englandi.
Rodgers og David Moyes er þeir stýrðu báðir stórliðum á Englandi. vísir/getty
Brendan Rodgers hefur tekið því rólega síðan hann var rekinn sem stjóri Liverpool og hefur það huggulegt í sólinni.

Daginn eftir að hann var rekinn frá félaginu dreif hann sig í burtu. Áfangastaðurinn var Malaga á Spáni og þangað flaug Rodgers í einkaþotu.

Líklega hefur hann farið vel yfir fjármálin með unnustu sinni í fríinu því þau komu fljótt aftur heim til þess að ganga frá einhverjum málum. Svo var ákveðið að drífa sig á ný til Malaga.

Að þessu sinni ákvað fjölskyldan að fljúga með lággjaldaflugfélaginu easyJet og vakti það nokkra athygli.

Ungur maður sem sat fyrir framan Rodgers í flugvélinni laumaðist til þess að taka mynd af stjóranum sofandi í vélinni og hana má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×