Innlent

„Sleggja“ verður ritstjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn H. Gunnarsson, stundum nefndur Kiddi Sleggja.
Kristinn H. Gunnarsson, stundum nefndur Kiddi Sleggja. Vísir/GVA
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn og formaður þingflokksins, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins Vestfirðir. Bæjarins besta greinir frá.

Kristinn, stundum nefndur Kiddi sleggja, segist í samtali við BB hafa hitt Ámunda Ámundason, útgefanda landsmálablaða á borð við Vestfirði, á Austurvelli í sumar er viðraði sérstaklega vel.

„Þannig stóð á hjá mér að ég hafði enga vinnu og útgáfan barst í tal,“ segir Kristinn sem endaði á að taka við starfinu. Hann segir að blaðið verði óháð enda sé hann sjálfur algjörlega óháður. Blaðið mun koma út á tveggja vikna fresti, hið fyrsta þann 11. september. Mögulega verður fréttavef komið í loftið samhliða blaðaútgáfu.

Auk þess að ritstýra blaðinu er Kristinn í meistaranámi í hagfræði í Háskóla Íslands. Kristinn er ekki ókunnur ritstjórnarstörfum en hann ritstýrði Vestfirðingi, málgagni Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, frá 1990 til 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×