Enski boltinn

Átvaglið á bekknum hætt hjá Sutton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaw þarf að leita sér að nýrri vinnu.
Shaw þarf að leita sér að nýrri vinnu. vísir/getty
Markvörðurinn Wayne Shaw er hættur hjá enska utandeildarliðinu Sutton United.

Hinn 45 ára Shaw skaust upp á stjörnuhimininn í gær þegar hann fékk sér böku á varamannabekknum á meðan á leik Sutton og Arsenal í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar stóð. Arsenal vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Í dag kom í ljós að hinn íturvaxni Shaw vissi af því að veðmálafyrirtækið Sun Bets, sem er aðalstyrktaraðili Sutton, tók við veðmálum um að varamaður liðsins myndi gæða sér á böku á meðan leiknum stæði.

„Sun Bets var með líkurnar einn á móti átta að einhver okkar myndi borða böku. Ég ákvað að svara aðeins fyrir okkur og kýla á það. Allir varamennirnir voru komnir inn á og við vorum 2-0 undir,“ sagði Shaw.

Mál hans er til rannsóknar en reglur enska knattspyrnusambandsins heimila ekki þátttöku í veðmálum af þessu tagi.


Tengdar fréttir

Þó líði ár og öld er alltaf séns

Lincoln City varð um helgina fyrsta utandeildarliðið í 103 ár sem kemst í átta liða úrslit enska bikarsins og það í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×