Innlent

Áttuðu sig á því að tjaldið var of lítið þegar í Herjólfsdal var komið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herjólfsdalur í kvöld frá sjónarhorni þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Herjólfsdalur í kvöld frá sjónarhorni þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Jói K
„Okkur finnst langbest að kúra bara,“ sagði Þuríður Magnúsdóttir við Stefán Árna Pálsson í Herjólfsdal í dag. Þuríður er stödd í Eyjum ásamt tveimur öðrum og var rætt við þau í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þau voru að tjalda.

„Þetta er stemning. Maður er bara léttur að tjalda,“ sagði Atli Freyr, annar meðreiðarsveina Þuríðar. Þau vöknuðu að vísu upp við þann draum að tjaldið var heldur lítið og því verður þröngt á þingi fyrir þau þrjú um helgina.

Þúsundir koma saman um helgina í Vestmannaeyjum til að skemmta sér á þjóðhátíð. Veðurspáin hljómar upp á besta veður sem elstu menn í Eyjum muna eftir á þessum tíma.

Hægt er að sjá innslagið úr kvöldfréttunum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stemning í Landeyjahöfn

Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína til Vestmannaeyja um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×