Innlent

Áttu fótum fjör að launa

Tveir menn áttu fótum fjör að launa þegar eldur kom upp í vélsmiðju í Hafnarfirði í nótt. Húsið er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Mennirnir voru að klára verkefni fyrir Hitaveitu Suðurnesja þegar neisti skaust í olíutunnu eða málningu og úr varð mikið bál. Þeir brugðust samt snögglega við og annar þeirra tæmdi úr duftslökkvitæki á eldinn meðan hinn hringdi í 112 og sagði slökkviliði að drífa sig á staðinn - húsið væri að springa. Svo snögglega gaus eldurinn upp að eftir um tíu sekúndur sturtaðist biksvartur og þykkur reykur niður úr loftinu eins og foss og dreifðist um gólfið. Á örskömmum tíma sáu mennirnir ekki handa sinna skil og hrökkluðustu út, hvor um sína dyr. Báðir héldu þeir að hinn hefði orðið eftir inni þar til þeir hittust við eitt horn hússins. Urðu þar fagnaðarfundir. Aðkoman var ljót. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir húsið stórskemmt og þetta muni hafi mikil áhrif á starfsemina á næstunni. Hann segir allt vera tryggt sem betur fer. Þrátt fyrir umfang eldsvoðans segir hann ekki mikinn eldsmat hafa verið í húsinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×