Íslenski boltinn

Áttu ekki möguleika nema í eitt augnablik | Úrslitin í bikarnum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Kárason skoraði fyrir Leikni í kvöld.
Kolbeinn Kárason skoraði fyrir Leikni í kvöld. Vísir/Valli
Fjögur lið tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikar karla í fótbolta en þá unnu Grótta, Leiknir R., Vesti og Fram leiki sína í 32 liða úrslitum keppninnar.

Kristján Páll Jónsson, Kolbeinn Kárason og Atli Arnarson skoruðu mörk Leiknismanna í 3-2 sigri á E-deildarliði KFG en Hermann Aðalgeirsson minnkaði muninn í 2-1 og Bjarni Pálmason skoraði lokamarkið eftir að KFG var búið að missa mann af velli.

Sergine Modou Fall skoraði sigurmark Vestra í framlengingu þegar liðið vann 2-1 sigur á Reyni í Sandgerði. Sindri Lars Ómarsson kom Reyni í 1-0 rétt fyrir hálfleik en Daniel Osafo-Badu jafnaði í upphafi seinni hálfleiks.

Ivan Bubalo og Brynjar Kristmundsson skoruðu mörk Fram í 2-0 sigri á HK í uppgjöri tveggja 1. deildarliða.

Grótta vann 6-1 stórsigur á tíu mönnum hjá Augnablik en staðan var 2-1 þegar Augnablik missti mann af velli. Augnablik spilar í E-deildinni en Gróttumenn eru í C-deildinni.

Markús Andri Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Gróttu og þeir Pétur Theódór Árnason, Ásgrímur Gunnarsson, Viktor Smári Segatta og Pétur Steinn Þorsteinsson eitt mark hver.

Hreinn Bergs jafnaði metin í 1-1 strax á 4. mínútu leiksins og gaf Augnabliksmönnum smá von eftir að Pétur Theódór Árnason skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu.

Ásgrímur Gunnarsson var hinsvegar búinn að koma Gróttu yfir í 2-1 þegar Sigurður Sæberg Þorsteinsson hjá Augnablik fékk rautt spjald á 41. mínútu.

Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar frá fótbolti.net og úrslit.net.

32 liða úrslit Borgunarbikars karla halda áfram næstu tvö kvöld og þá verður Stöð 2 Sport með beina útsendingu frá einum leik á hvoru kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×