Innlent

Áttatíu prósent fjölgun kaupsamninga

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fasteignaviðskipti júnímánaðar numu tæplega 26 milljörðum króna.
Fasteignaviðskipti júnímánaðar numu tæplega 26 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm
Í júní síðastliðnum var 614 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.

Heildarvelta nam 25,8 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 42 milljónir króna.

Þegar júní 2016 er borinn saman við júní 2015 fjölgar kaupsamningum um 82,7 prósent og velta eykst um 105,3 prósent. Í júní 2015 var 336 kaupsamningum þinglýst, velta nam 12,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hverni kaupsamning var 37,4 milljónir króna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×