Lífið

Áttatíu manns í vatnsslag á Lækjartorgi í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Það er sumargaman að fara í vatnsslag.
Það er sumargaman að fara í vatnsslag. Vísir/Getty
Um áttatíu manns hafa skráð sig til leiks í vatnsslaginn H2015 sem fram fer á Lækjartorgi í dag kl. 14:00. Nokkrir slagir fara fram þar sem tíu manna fylkingar með vatnsbyssur, vatnsblöðrur og vatnsfötur taka þátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum,

„Það eru nokkur laus pláss fyrir áhugasama þátttakendur sem náðu ekki að skrá sig í tíma á mánudag. Auk þess verða sæti þeirra sem forfallast fyllt á staðnum. Áhugasamir komi því tímanlega á Lækjartorg og láti vita af sér.

Veðurspáin er köld - þó yfir frostmarki - en björt. Þar sem allir þátttakendur fá lánuð regnföt frá 66°NORÐUR ættu flestir þó að komast þokkalega þurrir frá slagnum. Mælt er með vatnsheldum skófatnaði.

Kynnir verður Arnmundur Ernst Backmann,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×